Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir til leigu íbúð sjóðsins. Um er að ræða snyrtilega einstaklingsíbúð í Hraunbæ, ca. 40 m2. Íbúðin leigist til kvenmanns í framhaldsnámi frá og með 15. janúar nk. Leiguupphæð er kr. 40.000 á mánuði og leigutímbil eitt ár í senn.
Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um nám og námsframvindu, auk persónuupplýsinga. Umsóknum skal skilað til Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Hallveigarstöðum við Túngötu 14, 101 Reykjavík, fyrir 21. desember nk.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá KRFÍ á netfanginu krfi[hjá]krfi.is