Stjórn Kvenréttindafélags Íslands ályktar um vopnahlé af mannúðarástæðum á Gasa

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands krefst tafarlaus vopnahlés af mannúðarástæðum á Gaza og tekur undir ályktun Alþingis um sama efni. Ljóst er að alþjóðalög eru brotin og óbreyttir borgarar greiða með lífi sínu fyrir átök sem þeir eiga engan þátt í. Stjórn Kvenréttindafélagsins bendir á að konur og börn eru sérstaklega varnarlaus í átökum og ítrekar ályktun aðalfundar Kvenréttindafélags Íslands frá þessu ári þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að sýna femíniska forystu á alþjóðvettvangi og vernda konur fyrir mannréttindabrotum.

Þetta friðarmerki er teiknað af Anand Singh Naorem frá Indlandi fyrir keppni UNESCO um friðarmerki kvenna. Keppnin var haldin árið 1997 í framhaldi af kvennaráðstefnu SÞ í Peking árið 1995. 514 myndir bárust í keppnina frá öllum heimshornum, en vinningshafinn reyndist 22 ára ung listakona frá Mexíkó.
Þetta friðarmerki er teiknað af Anand Singh Naorem frá Indlandi fyrir keppni UNESCO um friðarmerki kvenna. Keppnin var haldin árið 1997 í framhaldi af kvennaráðstefnu SÞ í Peking árið 1995. 514 myndir bárust í keppnina frá öllum heimshornum, en vinningshafinn reyndist 22 ára ung listakona frá Mexíkó.

Aðrar fréttir