Íslenskir viðburðir á Nordiskt Forum

Sækið íslensku dagskrána með því að smella hér og stingið henni í vasann!

Fjöldi glæsilegra kvenna tekur þátt í dagskrá Nordiskt Forum að þessu sinni. Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar ráðstefnuna á opnunarhátíðinni fimmtudaginn 12. júní kl. 20. Einnig tekur hún þátt í viðburðinum „Run the world!“ á stóra sviðinu föstudaginn 13. júní kl. 10.

Íslenskar konur úr öllum áttum taka þátt í opinberu pallborðsumræðum ráðstefnunnar, í hinni svokölluðu „norrænu dagskrá“. Auður Ingólfsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Margrét Steinarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir, Maríanna Traustadóttir, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Þóra Arnórsdóttir, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Þórlaug Ágústsdóttir ræða helstu áskoranirnar í jafnréttisbaráttunni í dag.

Fjöldi félagasamtaka, stofnana og einstaklinga tekur þátt í opnu dagskrá ráðstefnunnar. Hægt er að hlýða á Agnesi M. Sigurðardóttir biskup Íslands ræða um konur í kirkjunni og kynferðisbrot innan kirkjunnar, á Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur segja frá jafnréttisfræðikennslu í framhaldsskólum, á Helgu Þórólfsdóttur ræða um konur og öryggismál, á Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur spjalla um femíníska blaðamennsku, á Kristínu I. Pálsdóttur ræða um konur og fíkn, og margt, margt fleira.

Sækið íslensku dagskrána með því að smella hér!