Birta Ósk (hán/hún) er að vinna rannsókn í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Birta mun kynna rannsókn sína um félagslega stöðu kvára á Íslandi á hinsegin dögum núna í ár. Eftir erindi Birtu verður boðið upp á opnar umræður.


Aukin vitundarvakning hefur átt sér stað á undanförnum árum um kvár sem eru kynsegin einstaklingar sem falla á einn eða annan hátt fyrir utan kynjatvíhyggjuna kona-karl. En hvað felst í kynjajafnrétti fyrir kvár? Hvaða hindranir eru til staðar fyrir kvár í samfélaginu? Hvað geta stjórnvöld gert betur til þess að mæta þörfum hópsins? Útvíkkun umræðunnar um kynjajafnrétti er nauðsynleg, þar sem hún hefur almennt verið föst í kynjatvíhyggjunni og þar með útilokað kvár.

Viðburðurinn fer fram þann 4. ágúst kl 16:00 – 17:00 á fyrstu hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni.