Jafnréttisstofa verður með opinn hádegisfund um jafnréttismál og ný jafnréttislög á Ísafirði, fimmtudaginn 4. september. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 12.

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, mun fara yfir stöðu og horfur í jafnréttismálum á Íslandi. Þá verður Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, með erindi um nýju jafnréttislögin og mun hún kynna helstu nýjungarnar sem fólgnar eru í lögunum.

Þetta er fyrsti fundurinn í sex funda röð, sem Jafnréttisstofa hyggst halda víðs vegar um landið í haust. Næsti fundur verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum miðvikudaginn 10. september.

Aðrar fréttir