Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir jafnréttisþingi í Hlégarði, Mosfellsbæ, fimmtudaginn 18. september nk. Þingið er haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) og Kvenréttindafélag Íslands. Helga, sem fæddist 18. september 1906, var fyrst kvenna til að setjast í stól oddvita í Mosfellsbæ fyrir 50 árum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að afmælisdagur hennar verði árlegur jafnréttisdagur í bæjarfélaginu. Helga lét m.a. málefni kvenna sig varða og var formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósasýslu 1948-1966, í varastjórn KÍ 1953 og síðan í aðalstjórn þess og formaður 1963-1977.

Þingið er haldið í tengslum við fund jafnréttisnefnda á Íslandi. Lesa má dagskrá þingsins í liðnum „Á döfinni“ hér á síðunni.

Aðrar fréttir