Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðu jafnréttisþingi, sem halda átti skv. 10. gr. nýrra jafnréttislaga hinn 7. nóvember nk. fram í janúar á næsta ári. Ástæða þess er að ráðuneytinu þykir líkur benda til að jafnréttisþingið nái ekki markmiðum sínum í því óvissuástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar þar sem fjölmargir þeirra sem ráðuneytið vill virkja þar til umræðu eru núna bundnir dag og nótt við að ráða fram úr aðkallandi úrlausnarefnum sem tengjast fjármálakreppunni. Þinginu er ætlað að höfða til stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum, stjórnmálamanna, fulltrúa frjálsra félagasamtaka og almennings.

Aðrar fréttir