Út er komin hjá Jafnréttisstofu kynjasamþættingarhandbókin „Jöfnum leikinn“. Í tilkynningu frá Jafnréttisstofu segir að handbókin sé „mjög hagnýt við framkvæmd kynjasamþættingar en í henni er farið í gegnum skilvirkar aðferðir auk þess sem dæmi eru gefin um íslensk samþættingarverkefni. Dæmin sýna hvernig stuðla má að auknum gæðum í þjónustu og öllum starfsháttum stofnana og fyrirtækja með jafnrétti að leiðarljósi“. Handbókina má lesa hér.

Aðrar fréttir