Kvenréttindafélag Íslands hélt aðalfund sinn á Hallveigarstöðum, í dag 9. maí 2016.

Á fundinum var kosin stjórn Kvenréttindafélagsins: Dagný Ósk Aradóttir Pind, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Tatjana Latinovic. Fríða Rós Valdimarsdóttir er formaður félagsins. Í varastjórn voru kosnar Ellen Calmon, Eyrún Eyþórsdóttir og Snæfríður Ólafsdóttir.

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Eygló Árnadóttir viku úr varastjórn og er þeim þakkað óeigingjarnt starf í þágu félagsins síðustu árin.

Á fundinum var samþykkt breyting eftirfarandi breyting á lögum félagsins.

„Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins. Félagið vinnur samkvæmt stefnuskrá sem samþykkt er á félagsfundi.“

er nú

„Markmið félagsins er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið vinnur samkvæmt stefnuskrá sem samþykkt er á félagsfundi.“

Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun aðalfundar:

Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands hvetur stjórnmálahreyfingar landsins að setja sér skýra stefnu í jafnréttismálum og gæta að kynjahlutföllum við uppstillingu á lista og í forystusæti.

Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands hvetur kjósendur til að kynna sér jafnréttisstefnu allra stjórnmálaflokka áður en til kosninga er gengið.

Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttunni. Kjósum konur!

9. maí 2016
Hallveigarstaðir, Reykjavík