Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og KRFÍ efna til opins fundar á Hallveigarstöðum við Túngötu, sunnudaginn 22. febrúar nk. kl. 15-17. Yfirskrift fundarins verður: Konur í pólitík: Hvernig vegnar þeim í breyttu samfélagi?
Frummælendur verða:
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra
- Drífa Hjartardóttir, formaður landssambands sjálfstæðiskvenna og fyrrverandi alþingismaður
- Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður
Fundarstjóri: Margrét K. Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands
Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir.