Sunnudaginn 21. febrúar – á konudaginn – bjóða félögin á Hallveigarstöðum: Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til dagsrkár í tilefni dagsins.
Dagskráin hefst kl. 15:00 og verður átakið Öðlingurinn kynnt, Helga Guðrún Jónasdóttir, varaformaður KRF’I kynnir kvennafrídaginn 25. október 2010 en verið er að undirbúa fjöldasamkomu, alþjóðlega ráðstefnu og sitthvað fleira. Einnig munu félögin kynna starfsemi sína og verkefni, m.a. kynna KÍ-konur húfuverkefni sitt og BKR-konur fá Helgu Þóreyju Björnsdóttur til að greina frá könnun sinni á aðstæðum útigangsfólks í Reykjavík.
Alllir velkomnir.