KRFÍ hefur til sölu dagatalsbókina Konur eiga orðið sem bókaútgáfan Salka gefur út. Bókin er á 15% afslætti frá útsöluverði og er hægt að nálgast hana á skrifstofu KRFÍ að Hallveigarstöðum við Túngötu 14, alla virka daga frá kl. 09:00-13:00, til 20. desember nk.

Dagatalsbókin er eiguleg bók þar sem er að finna hugleiðingar kvenna um lífið og tilveruna og sýna þær dálítinn þverskurð af því sem konur á Íslandi eru að hugsa og fást við. Einnig er minnst fæðingardaga merkra kvenna um allan heim. Myrra Leifsdóttir myndskreytti.

Tryggið ykkur eintak á aðeins 2.100 kr.

Aðrar fréttir