Þriðjudaginn 13. September mun Kvenréttindafélag Íslands birta skýrslur sem Birta Ósk og Birna Stefánsdóttir, starfsnemar Kvenréttindafélagsin hafa unnið síðustu tvö sumur með styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna. 

Sumarið 2021 vann Birna skýrsluna “Kynlegar kosningar: Hlutur kvenna á framboðslistum stjórnmálaflokka og í umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda alþingiskosninga 2021” 

Núna í sumar vann Birta Ósk skýrslu um félagslega stöðu kvára í Íslensku samfélagi. 

Þær munu kynna aðferðafræðina á bakvið skýrslurnar og helstu niðurstöður. 

Við hvetjum öll sem vilja vita meira um konur, kvár og völd í íslensku samfélagi til þess að mæta og hlusta á þær kynna skýrslur sínar. Boðið verður upp á umræður og spurningar í lok viðburðarins. 

 

Staðsetning: húsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík 

Tími: 13. September kl 12:00 – 13:00 

 

Hlökkum til að sjá ykkur!