Á konudaginn tóku konur formlega við Öðlingskyndlinum úr höndum karla, sem hafa kynnt átakið og bók Þórdísa Elvu Þorvaldsdóttur: Á mannamáli, frá bóndeginum síðastliðnum. Hér eftir mun átakið og ágóði af sölu bókarinnar renna til Kvennahreyfingarinnar sem undirbýr stóran viðburð í kringum kvennafrídaginn 25. október nk.

35 ár eru síðan konur hittust á Lækjartorgi 24. október og úr varð einn stærti útifundur á Íslandi sem vakti alþjóðlega athygli. Í ár ber daginn upp á sunnudag og því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn á mánudeginum 25. október. Skemmst er að minnast góðrar þátttöku á 30 ára afmæli dagsins árið 2005 þegar um 50 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Reykjavíkur og er ætlunin að endurtaka leikinn með myndarbrag og þátttöku erlendra kvenna líka, sem boðnar verða til alþjóðlegrar ráðstefnu sunnudaginn 24. október.

Að þessu sinni beinast sjónir kvennahreyfingarinnar að kynbundnu ofbeldi, eins svartasta bletts íslensks samfélags. Það er átakanlegt að segja frá því að það sem öll samfélög heimsins eiga sameiginlegt er ofbeldi gegn konum og ber það glöggt merki um það að jafnrétti karla og kvenna er hvergi náð.

Við hvetjum alla til að kynna sér bók Þórdísar Elvu: Ofbeldi á Íslandi – Á mannamáli sem kom út árið 2009 og sem var m.a. tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sjá www.odlingurinn.is.

Aðrar fréttir