Konur vinna ókeypis eftir kl. 15:10 á Íslandi!
Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 77,2% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 22,8% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 10 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.
Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 15:10.
Ný skýrsla forsætisráðherra afhjúpar kerfisbundið vanmat á störfum sem konur vinna.
Nú er tími til að leiðrétta skakkt verðmætamat!

Myndhöfundur: Sunna Ben / sunnaben.org