Sigríður Lillý Baldursdóttir var fyrir skemmstu skipuð forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins, fyrst kvenna. KRFÍ hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að vekja sérstaka athygli á því þegar kona velst til forystustarfa á sviðum þar sem karlar hafa eingöngu gegnt forystu fram að því. Í tilefni stöðuveitingarinnar færa fulltrúar í stjórn KRFÍ henni blómvönd í viðurkenningarskyni.
Þess má geta að Sigríður Lilly var formaður KRFÍ á árunum 1997-1999 og því einstaklega ánægjulegt fyrir stjórn KRFÍ að fagna slíkum áfanga með konu úr röðum félagsins.