Stjórn KRFÍ hefur sent kvennalandsliðinu í knattspyrnu eftirfarandi kveðju:

Í tilefni þátttöku ykkar á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sendum við ykkur bestu kveðjur og hvatningu. Þið hafið ná stórkostlegum árangri sem fyllir okkur stolti. Sá árangur hefur fengist með þrotlausri baráttu ykkar og þeirra sem á undan ykkur fóru í kvennaknattspyrnu á Íslandi. Þið eruð frábærar fyrirmyndir ungra stúlkna sem sjá hversu langt er hægt að ná með því að gefast aldrei upp í baráttunni. Látið ekkert stoppa ykkur. Gangi ykkur vel í næstu leikjum. Við stöndum með ykkur!

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands

Aðrar fréttir