Kvenréttindafélag Íslands var stofnað sunnudaginn 27. janúar 1907, þegar fimmtán konur komu saman að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.

Tilgangurinn var að ræða stofnun félags, Kvenréttindafélags Íslands, sem starfaði að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir.

Kvenréttindafélag Íslands fagnar því 108 ára afmæli sínu í dag.

Skjáskot af heimasíðu KvenréttindafélagsinsAð því tilefni viljum við bjóða ykkur í ný salarkynni okkar í netheimum, á nýja heimasíðu félagsins.

Við hvetjum ykkur til að skoða og fræðast og segja skoðun ykkar á síðunni. Við hvetjum ykkur sérstaklega til að nýta ykkur opna dagatalið þar sem allir geta skráð viðburði sem tengjast sögu og menningu kvenna og femínisma.


Kvenréttindafélag Íslands hefur tekið þá ákvörðun að halda ekki viðburði í salarkynnum sínum á Hallveigarstöðum þar til að aðgengi hefur verið tryggt fyrir alla.

One Comment

  1. Bára Friðriksdóttir 27/01/2015 at 21:07

    Til hamingju konur!

Comments are closed.

Aðrar fréttir