Velkomin í 116 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands í Iðnó, föstudaginn 27. janúar 2023 kl. 12:00.

Kvenréttindafélagið heiðrar þrjár félagskonur fyrir framlag sitt til kvenréttinda og femínískrar baráttu á Íslandi og á heimsvísu:

  • Esther Guðmundsdóttur fyrir áratuga störf fyrir Kvenréttindafélagið og femínísku hreyfinguna. 
  • Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir áratuga störf fyrir femínísku hreyfinguna og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi. 
  • Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. 

Boðið er upp á léttar veitingar. Aðgengi fyrir hjólastóla. Öll velkomin.

Hægt er að sjá facebook viðburð hér.