Kvenréttindafélag Íslands sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

3. nóvember 2022
Hallveigarstaðir, Reykjavík

 

Kvenréttindafélag Íslands fordæmir þær aðgerðir sem fóru fram í nótt við brottflutning flóttafólks úr landi og kallar á tafarlaus viðbrögð frá stjórnvöldum.

Stjórnvöld réðust í afdrifamiklar aðgerðir í nótt að senda fólk sem kom hingað í leit að betra lífi úr landi. Þar á meðal voru stelpur sem voru sóttar á heimleið úr skóla, fjölskylda frá Írak sem beið eftir aðalmeðferð í máli sínu sem nú mun ekki geta mætt til að skila skýrslu, fatlaður maður og kona með alvarleg veikindi sem var neituð læknisþjónusta. 

Ísland hefur skuldbundið sig til að virða og framfylgja alþjóðlegum mannréttindasamningum og er talið leiðandi í kvenréttindum á heimsvísu. Þessar aðgerðir brjóta í bága við skuldbindingar íslensku þjóðarinnar og þær afhjúpa þá sáru staðreynd að ekki allir hópar samfélagsins njóta góðs af árangri aldagamlar baráttu fyrir kvenréttindum og mannréttindum. 

Kvenréttindafélag Íslands krefst þess enn og aftur að stjórnvöld skulu hafa kvenréttindi og mannréttindi ávallt í forgrunni í öllum aðgerðum. Augljóst er að það var ekki gert við brottflutninganna sem fóru fram í nótt.

Kvenréttindafélagið hefur ítrekað hvatt stjórnvöld til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar að standa vörð um konur og enn fremur til að standa vörð grundvallargildi íslensks samfélags, jafnrétti, lýðræði og frelsi einstaklingsins, eins og sjá má í fyrri ályktun Kvenréttindafélagsins.