Steinunn Stefánsdóttir og Hilmir Hjálmarsson

Steinunn Stefánsdóttir og Hilmir Hjálmarsson

Landssambands bakarameistara leyfði kvenréttindakonum að vera fyrstar til að smakka Köku ársins 2015.

Á hverju ári tilnefnir Landsamband bakarameistara eina köku sem Köku ársins, og hefst sala hennar á konudaginn. Sú hefð hefur myndast hjá bakarameisturum að færa valinni konu fyrstu tertuna áður en hún fer í sölu. Í tilefni af 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt, fékk Kvenréttindafélag Íslands kökuna í ár.

Kvenréttindafélag Íslands efndi til kaffiboðs fyrir nágranna sína á Hallveigarstöðum, en þar er mikil flóra af góðu fólki. Í húsinu starfa auk Kvenréttindafélagsins Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík, tvö sendiráð — Færeyja og Kanada, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Jafnréttisstofa, Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, lögfræðistofan Lagaþing, Kvennaráðgjöfin, Druslubækur og doðrantar, Félag einstæðra foreldra, sem og nokkrir sjálfstætt starfandi listamenn og fræðimenn.

Íbúar Hallveigarstaða gæddu sér á kökunni með mikilli áfergju og gleði, en kakan er gómsæt í ár. Þema ársins var rommý, og sigurvegari að þessu sinni var Hilmir Hjálmarsson í Sveinsbakaríi.

Kaka ársins 2015 er lagskipt og inniheldur m.a. súkkulaðibotn, kókosbotn, mulinn marengs, súkkulaðimús og banakaramellu og er hjúpuð glansandi súkkulaði.

Aðrar fréttir