Landssöfnun Skottanna gegn kynferðisofbeldi verður helgina 15.–16. október 2010.

Selt verður barmmerki sem sérstaklega var hannað fyrir þessa söfnun: gleraugu með bláu og bleiku gleri, svokölluð kynjagleraugu. Innblástur hönnuða merkisins var sóttur í þrívíddargleraugu – þau hjálpa fólki að fá skýra mynd af því sem það horfir á. Lituðu glerin minna á að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er sameiginlegt vandamál kynjanna

Setjum upp kynjagleraugun!

Sölukonur verða í öllum helstu stórmörkuðum á höfðuborgarsvæðinu föstudag og laugardag en nælan verður einnig seld um allt land.

Ein næla kostar 1.000 kr.

kynjagleraugu

Aðrar fréttir