NAVIA ehf stendur að útgáfu listaverkakorta sem er þakkargjöf til Vigdísar Finnbogadóttur frá íslenskum konum. Um er að ræða sex listaverkakort í fallegri gjafapakkningu eftir listakonurnar Rúrí, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Ástríði Magnúsdóttur, Guðrúnu Einarsdóttur, Karolínu Lárusdóttur og Katrínu Friðriks. Texta sáu Svanhvít Aðalsteinsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir um. Hægt er að festa kaup á kortunum hjá eftirtöldum stöðum: Iðu, Gallerí Fold, Gallerí List, Thorvaldsens Bazar og Kraum. Allur ágóði af kortunum rennur til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (sjá www.vigdis.hi.is)

Aðrar fréttir