Auður Magndís Auðardóttir, lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, stýrði rannsókn á dögunum þar sem hún rýnir í upplifanir og tilfinningar foreldra þegar kemur að kröfum samfélagsins varðandi skólagöngu og tómstundir barna þeirra. Tæplega fimmhundruð foreldrar svöruðu könnun sem gáfu áhugaverð svör um líðan mæðra þegar kemur að ábyrgð, uppeldi og sjálfstrausti í foreldrahlutverkinu.

Um hvað snýst rannsóknin þín og hvers vegna fannst þér brýnt að skoða þessi mál?

Ég spurði foreldra út í það undir hvaða kringumstæðum þeir upplifa kvíða, samviskubit, skömm, hamingju og stolt í tengslum við foreldrahlutverkið. Það voru nærri 400 mæður sem svöruðu og rúmlega 70 feður. Mig langaði til að skilja hvaða sögu þessar tilfinningar segja okkur um samfélagsgerðina og stöðu barnafjölskyldna hérlendis.

Í mjög stuttu máli kom í ljós að mæðurnar finna gjarnan til samviskubits og kvíða og þessar tilfinningar eru alltumlykjandi í svörum þeirra. Þær telja að það hversu vel þeim tekst að sinna heimanámi og tómstundastarfi með börnum sínum sé dómur yfir því hvernig þær eru að standa sig almennt sem foreldrar, og þetta veldur auðvitað kvíða og samviskubiti. Þeim finnst þær stöðugt eiga að gera meira og betur þegar kemur að menntun og tómstundaiðkun barnanna. Svörin þeirra sýna líka að menningin okkar ýtir undir að uppeldishlutverkið sé einstaklingsvætt, sem sagt að foreldrar, aðallega móðirin, eigi að bera einar meginábyrgð á öllum þáttum í lífi barnsins. Þessi menning jaðarsetur svo auðvitað feður, ömmur, afa, leikskóla og aðra sem ættu með réttu að koma að uppeldi barna. Mæður finna vel fyrir þessari pressu og hún bitnar á geðheilsu þeirra.

Auðvitað eru einhverjir feður sem finna líka til samviskubits, kvíða og skammar en þeir voru mun færri sem tjáðu sig um slíkt svo í raun var ég oft að bera saman svör mæðranna við þögn feðranna. Til dæmis minntust feður ekki á heimalestur nema bara í svörum við hamingju og stolt en ekki kvíða, samviskubit eða skömm.

Rannsóknir sýna að kröfur til foreldra hafa aukist mjög mikið á undanförnum áratugum og einnig að þegar við tölum kynhlutlaust um foreldra þá eru það samt alltaf mæður sem taka umræðuna mun meira til sín heldur en feður. Þær bera ennþá meginábyrgð á uppeldinu. Þetta hefur samt lítið verið rannsakað hérlendis og mig langaði að bæta úr því. Á sama tíma hef ég orðið vör við þetta í mínu nærumhverfi. Ég kannast sjálf vel við þessa pressu og tilheyrandi samviskubit, kvíða og jafnvel skömm. Svo þegar það birtast fréttir af íslenskri æsku, eins og til dæmis í tengslum við slakan árangur íslenskra ungmenna á PISA prófinu, þá hef ég líka séð ákveðna tilhneigingu að skella skuldinni beint á foreldra – það er að segja mæður –  en að samfélagið, stjórnmálafólk og velferðarkerfið sé bara stikkfrítt.


Þegar eitthvað nýtt er sett fram, sem á að vera til hagsbóta fyrir börnin og fjölskylduna alla, þá er stundum eins og það staflist sjálfkrafa á verkefnalista mæðra. Að samfélagið sé jafnvel blint á þetta og/eða finnist það bara eðlilegt. Hvaða skref er hægt að taka til að breyta þessu?

Já, ég fæ þetta líka á tilfinninguna. Það virðist vera að fólk geti sett nánast hvaða kröfur sem er fram og ef það er klætt í búninginn „þetta er börnum fyrir bestu“ þá sé næstum ómögulegt að gagnrýna það. Ég held að það sé ekki vænlegt fyrir okkur að aðskilja hagsmuni barna frá hagsmunum fjölskyldunnar eða móðurinnar. Við verðum að horfa á fjölskyldueininguna í heild sinni þegar sett er fram stefna í uppeldis- eða menntamálum. Það er ekki hægt að segja að eitthvað sé börnum fyrir bestu ef það bitnar harkalega á mæðrum. Börn munu alltaf líða fyrir það ef foreldri þeirra er í slæmri samfélagslegri stöðu eða til dæmis með mikinn kvíða. Við getum ekki heldur sett fram stefnu í málefnum fjölskyldna sem við vitum að mun bitna á samfélagslegri stöðu kvenna, eins og til dæmis heimgreiðslur, án þess að horfast í augu við að þetta mun líka bitna á börnunum. Þau munu þá alast upp í þjóðfélagi þar sem það þykir eðlilegt að móðirin sé að mestu heima, nýti ekki menntun sína, hafi mun lægri ráðstöfunartekjur (og sé þá til dæmis ólíklegri til að losa sig út úr ofbeldissambandi), verri heilsu, lifi við fátækt þegar kemur að elliárunum o.s.frv. Slíkt þjóðfélagsfyrirkomulag getur ekki verið börnum fyrir bestu.

Hvað var það sem kom þér mest á óvart í rannsókninni þinni í svörunum frá mæðrum? En frá feðrum?

Ég var í fyrsta lagi hissa á að fá svona ofsalega mörg svör. Ég ætlaðist alveg til mikils af þátttakendum því þeir þurftu að skrifa niður svörin sín og ég spurði margra spurninga! En þrátt fyrir þetta voru nærri 400 mæður sem svöruðu sem segir mér að þetta málefni hafi hitt á einhverskonar taug, að við höfum þörf fyrir að tala um þetta málefni og skilja það. Það kom mér líka á óvart hversu ofsalega persónuleg svörin voru. Mæðurnar opnuðu sig margar hverjar alveg inn að beini og lýstu oft mikilli vanlíðan vegna þeirra krafna sem við setjum á herðar þeirra.

Það er því miður alltaf þannig í svona rannsóknum að karlmenn eru tregari til að svara en ég var samt glöð að fá yfir 70 svör frá þeim.
Eitt af því sem kom mér á óvart bæði hjá mæðrum og feðrum er að svarendurnir lýstu samviskubiti og skömm yfir því að byrsta sig við börnin eða þurfa að taka á erfiðri hegðun. Þetta var gegnumgangandi stef bæði hjá mæðrum og feðrum. Ég á aðeins eftir að melta það hvernig ég túlka þetta stef og það hversu lítill kynjamunur var hvað þetta atriði varðar.


Hvaða þættir í samfélagsgerðinni í dag eru mest hamlandi fyrir konur á Íslandi í dag, (mæður og þær sem eiga ekki börn) í lífi og starfi? Hvernig er hægt að vinna gegn þessum þáttum?

Mér finnst almennt að við byggjum þjóðfélagið og gildi okkar allt of mikið upp á samkeppni og einstaklingshyggju og alltof lítið á samhyggð og samábyrgð. Þetta sést til dæmis í einstaklingsvæðingu uppeldishlutverksins sem ég minntist á áðan. Þetta sést líka í aukinni einkavæðingu á okkar helstu grunninnviðum, skólakerfum, heilbrigðiskerfinu og velferðarþjónustu. Tilhneiging ríkisins til að skerða sína eigin tekjustofna og svelta grunnþjónustuna bitnar mun harðar á konum heldur en körlum sem þurfa að treysta á innviði til þess að geta lifað sem fullgildir einstaklingar og sinnt eigin þörfum. Ef innviðirnir eru ekki í lagi eru konur fastar í umönnunarstörfum hvort sem þeim líkar betur eða verr, bæði hvað varðar yngri kynslóðir og eldri. Því miður virðumst við ekki vera að stefna í rétta átt hvað þetta varðar. Við sem samfélag tökum alltof oft mótandi ákvarðanir án þess að skoða hvað rannsóknir sýna okkur um ólík áhrif á kynin. Fyrsta skrefið til að vinna á móti þessu er auðvitað að auka meðvitund um þessa þætti og reyna svo að taka betri ákvarðanir!

Mæður bera ennþá meginábyrgð á uppeldinu

Auður Magndís Auðardóttir, lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, stýrði rannsókn á dögunum þar sem hún rýnir í upplifanir og tilfinningar foreldra þegar kemur að kröfum samfélagsins varðandi skólagöngu og tómstundir barna þeirra. Tæplega fimmhundruð foreldrar svöruðu könnun sem gáfu áhugaverð svör um líðan mæðra þegar kemur að ábyrgð, uppeldi og sjálfstrausti í foreldrahlutverkinu.

Um hvað snýst rannsóknin þín og hvers vegna fannst þér brýnt að skoða þessi mál?

Ég spurði foreldra út í það undir hvaða kringumstæðum þeir upplifa kvíða, samviskubit, skömm, hamingju og stolt í tengslum við foreldrahlutverkið. Það voru nærri 400 mæður sem svöruðu og rúmlega 70 feður. Mig langaði til að skilja hvaða sögu þessar tilfinningar segja okkur um samfélagsgerðina og stöðu barnafjölskyldna hérlendis.

Í mjög stuttu máli kom í ljós að mæðurnar finna gjarnan til samviskubits og kvíða og þessar tilfinningar eru alltumlykjandi í svörum þeirra. Þær telja að það hversu vel þeim tekst að sinna heimanámi og tómstundastarfi með börnum sínum sé dómur yfir því hvernig þær eru að standa sig almennt sem foreldrar, og þetta veldur auðvitað kvíða og samviskubiti. Þeim finnst þær stöðugt eiga að gera meira og betur þegar kemur að menntun og tómstundaiðkun barnanna. Svörin þeirra sýna líka að menningin okkar ýtir undir að uppeldishlutverkið sé einstaklingsvætt, sem sagt að foreldrar, aðallega móðirin, eigi að bera einar meginábyrgð á öllum þáttum í lífi barnsins. Þessi menning jaðarsetur svo auðvitað feður, ömmur, afa, leikskóla og aðra sem ættu með réttu að koma að uppeldi barna. Mæður finna vel fyrir þessari pressu og hún bitnar á geðheilsu þeirra.

Auðvitað eru einhverjir feður sem finna líka til samviskubits, kvíða og skammar en þeir voru mun færri sem tjáðu sig um slíkt svo í raun var ég oft að bera saman svör mæðranna við þögn feðranna. Til dæmis minntust feður ekki á heimalestur nema bara í svörum við hamingju og stolt en ekki kvíða, samviskubit eða skömm.

Rannsóknir sýna að kröfur til foreldra hafa aukist mjög mikið á undanförnum áratugum og einnig að þegar við tölum kynhlutlaust um foreldra þá eru það samt alltaf mæður sem taka umræðuna mun meira til sín heldur en feður. Þær bera ennþá meginábyrgð á uppeldinu. Þetta hefur samt lítið verið rannsakað hérlendis og mig langaði að bæta úr því. Á sama tíma hef ég orðið vör við þetta í mínu nærumhverfi. Ég kannast sjálf vel við þessa pressu og tilheyrandi samviskubit, kvíða og jafnvel skömm. Svo þegar það birtast fréttir af íslenskri æsku, eins og til dæmis í tengslum við slakan árangur íslenskra ungmenna á PISA prófinu, þá hef ég líka séð ákveðna tilhneigingu að skella skuldinni beint á foreldra – það er að segja mæður –  en að samfélagið, stjórnmálafólk og velferðarkerfið sé bara stikkfrítt.
Þegar eitthvað nýtt er sett fram, sem á að vera til hagsbóta fyrir börnin og fjölskylduna alla, þá er stundum eins og það staflist sjálfkrafa á verkefnalista mæðra. Að samfélagið sé jafnvel blint á þetta og/eða finnist það bara eðlilegt. Hvaða skref er hægt að taka til að breyta þessu?

Já, ég fæ þetta líka á tilfinninguna. Það virðist vera að fólk geti sett nánast hvaða kröfur sem er fram og ef það er klætt í búninginn „þetta er börnum fyrir bestu“ þá sé næstum ómögulegt að gagnrýna það. Ég held að það sé ekki vænlegt fyrir okkur að aðskilja hagsmuni barna frá hagsmunum fjölskyldunnar eða móðurinnar. Við verðum að horfa á fjölskyldueininguna í heild sinni þegar sett er fram stefna í uppeldis- eða menntamálum. Það er ekki hægt að segja að eitthvað sé börnum fyrir bestu ef það bitnar harkalega á mæðrum. Börn munu alltaf líða fyrir það ef foreldri þeirra er í slæmri samfélagslegri stöðu eða til dæmis með mikinn kvíða. Við getum ekki heldur sett fram stefnu í málefnum fjölskyldna sem við vitum að mun bitna á samfélagslegri stöðu kvenna, eins og til dæmis heimgreiðslur, án þess að horfast í augu við að þetta mun líka bitna á börnunum. Þau munu þá alast upp í þjóðfélagi þar sem það þykir eðlilegt að móðirin sé að mestu heima, nýti ekki menntun sína, hafi mun lægri ráðstöfunartekjur (og sé þá til dæmis ólíklegri til að losa sig út úr ofbeldissambandi), verri heilsu, lifi við fátækt þegar kemur að elliárunum o.s.frv. Slíkt þjóðfélagsfyrirkomulag getur ekki verið börnum fyrir bestu.

Hvað var það sem kom þér mest á óvart í rannsókninni þinni í svörunum frá mæðrum? En frá feðrum?

Ég var í fyrsta lagi hissa á að fá svona ofsalega mörg svör. Ég ætlaðist alveg til mikils af þátttakendum því þeir þurftu að skrifa niður svörin sín og ég spurði margra spurninga! En þrátt fyrir þetta voru nærri 400 mæður sem svöruðu sem segir mér að þetta málefni hafi hitt á einhverskonar taug, að við höfum þörf fyrir að tala um þetta málefni og skilja það. Það kom mér líka á óvart hversu ofsalega persónuleg svörin voru. Mæðurnar opnuðu sig margar hverjar alveg inn að beini og lýstu oft mikilli vanlíðan vegna þeirra krafna sem við setjum á herðar þeirra.

Það er því miður alltaf þannig í svona rannsóknum að karlmenn eru tregari til að svara en ég var samt glöð að fá yfir 70 svör frá þeim.
Eitt af því sem kom mér á óvart bæði hjá mæðrum og feðrum er að svarendurnir lýstu samviskubiti og skömm yfir því að byrsta sig við börnin eða þurfa að taka á erfiðri hegðun. Þetta var gegnumgangandi stef bæði hjá mæðrum og feðrum. Ég á aðeins eftir að melta það hvernig ég túlka þetta stef og það hversu lítill kynjamunur var hvað þetta atriði varðar.


Hvaða þættir í samfélagsgerðinni í dag eru mest hamlandi fyrir konur á Íslandi í dag, (mæður og þær sem eiga ekki börn) í lífi og starfi? Hvernig er hægt að vinna gegn þessum þáttum?

Mér finnst almennt að við byggjum þjóðfélagið og gildi okkar allt of mikið upp á samkeppni og einstaklingshyggju og alltof lítið á samhyggð og samábyrgð. Þetta sést til dæmis í einstaklingsvæðingu uppeldishlutverksins sem ég minntist á áðan. Þetta sést líka í aukinni einkavæðingu á okkar helstu grunninnviðum, skólakerfum, heilbrigðiskerfinu og velferðarþjónustu. Tilhneiging ríkisins til að skerða sína eigin tekjustofna og svelta grunnþjónustuna bitnar mun harðar á konum heldur en körlum sem þurfa að treysta á innviði til þess að geta lifað sem fullgildir einstaklingar og sinnt eigin þörfum. Ef innviðirnir eru ekki í lagi eru konur fastar í umönnunarstörfum hvort sem þeim líkar betur eða verr, bæði hvað varðar yngri kynslóðir og eldri. Því miður virðumst við ekki vera að stefna í rétta átt hvað þetta varðar. Við sem samfélag tökum alltof oft mótandi ákvarðanir án þess að skoða hvað rannsóknir sýna okkur um ólík áhrif á kynin. Fyrsta skrefið til að vinna á móti þessu er auðvitað að auka meðvitund um þessa þætti og reyna svo að taka betri ákvarðanir!

Aðrar fréttir