Kvenréttindafélag Íslands vill vekja athygli á málfundi um vændi á Íslandi, í ljósi breytinga á almennum hegningarlögum, sem haldinn verður föstudaginn 30. mars kl. 13:00 í Háskólanum í Reykjavík í stofu 231a. Að fundinum stendur Lögrétta – félag laganema við Háskólann í Reykjavík.


Framsögumenn eru: Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Fundarstjóri verður Þórunn Helga Þórðardóttir. Gert er ráð fyrir fyrirspurnum ú sal að loknum framsöguræðum.

Aðrar fréttir