Samtök um almannaheill voru stofnuð sl. sumar og er KRFÍ aðili að samtökunum. Samtökin boða til samstöðufundar, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 09:00-12:00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu 14 í Reykjavík. Þar verður rætt um breytt hlutverk almannaheillasamtaka á erfiðum tímum í samfélaginu og spurt á hvern hátt samtökin eigi að bregðast við afleiðingum fjármálakreppunnar. Einnig verða ræddar spurningar líkt og á hvern hátt samtökin ættu að breyta forgangsröðun verkefna sinna og hvernig farið skuli að því að styrkja samtökin til að takast á við krefjandi aðstæður.

Öll aðildarfélög Almannaheilla eru hvött til að senda fulltrúa á fundinn. Einnig er félög sem ekki eru nú þegar aðilar að samtökunum að senda sinn fulltrúa og taka þátt í umræðum. Dagskrá ma´lþingsins er að finna í dálknum „Á döfinni“.

Ekkert gjald er fyrir þátttöku í fundinum. Skráning á netfanginu almannaheill@internet.is

Aðrar fréttir