Þrír starfshópar sem félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra skipuðu í lok árs 2007, til þess að benda á leiðir til að draga úr kynbundnum launamun bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, efna til málþings um þetta viðfangsefni. Málþingið verður haldið í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu í Reykjavík kl. 15-17, föstudaginn 29. febrúar.

Aðrar fréttir