Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja árið 2015.

Að þessu sinni verða veittir styrkir til kvenna sem vinna að lokaverkefni í meistaranámi á háskólastigi og tengist 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Lokaverkefni úr öllum námsgreinum á meistarastigi háskólanáms eða sambærileg verkefni koma til greina.

Með umsókn skal fylgja hnitmiðuð og greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum, rökstuðningur um tengsl verkefnis við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, hvernig styrkurinn nýtist við gerð verkefnis ásamt tímaáætlun um framvindu þess. Jafnframt skal fylgja umsókn staðfesting á skólavist.

SÆKIÐ UM STYRK HÉR!

Til úthlutunar eru 600.000 kr. og áskilur stjórnin sér rétt til að ákveða fjölda styrkþega.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Kvenréttindafélags Íslands í síma: 551-8156 eða á netfangi: mmk @ krfi.is.

Umsóknarfrestur er til 4. september 2015.

Tilkynnt verður um styrkveitingar þann 27. september 2015 og verður öllum umsóknum svarað.

Aðrar fréttir