Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti á Kjarvalsstöðum í gær rúmar 47 milljónir króna í heildina til Kvennaathvarfsins, Rótarinnar, Menntasjóðs/Mæðrastyrksnefndar, Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Sigurhæða, Samtaka kvenna af erlendum uppruna og samtakanna Stelpur Rokka. Kristín Ástgeirsdóttir, formaður Menningar og minningarsjóðs kvenna tók á móti styrknum fyrir hönd sjóðsins.

Slík málefni eru alla jafna utan verkefnasviðs matvælaráðuneytisins en ráðuneytið hefur haft umsjá með líknarsjóði Sigríðar Melsteð sem stofnaður var 1914 og hefur verið í umsjá nokkurra ráðuneyta í frá stofnun sjóðsins árið 1914.

„Það er einstaklega ánægjulegt að sjóður sem var stofnaður af svo göfugri hugsjón fyrir 108 árum skuli gera okkur kleift, nú á aðventunni, að styrkja samtök sem starfa í þágu þeirra málefna sem lágu til grundvallar við stofnun líknarsjóðs Sigríðar Melsteð“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við úthlutun.

Þau samtök sem fengu úthlutun eru:

  • Menningar og minningarsjóður kvenna, 7.650.000 kr
  • Kvennaathvarfið, 19.021.825 kr
  • Rótin, 7.650.000 kr
  • Menntasjóður – Mæðrastyrksnefnd, 7.650.000 kr
  • Sigurhæðir, 2.000.000 kr
  • Samtök kvenna af erlendum uppruna, 2.000.000 kr
  • Stelpur Rokka, 2.000.000 kr

Sjá nánar á heimasíðu Stjórnarráðsins.

Aðrar fréttir