Kvenréttindafélag Íslands veitti fulltrúum byggingavöruverslunarinnar Mest viðurkenningu fyrir auglýsinguna: Þú ferð létt með að saga til næsta bæjar. Auglýsingin, sem send hefur verið til þeirra sem hafa fengið úthlutaðar íbúðarlóðir frá í sumar, þykir stuðla að jafnrétti kynjanna og ýta undir jákvæða ímynd kvenna. Sögin sem fylgdi auglýsingunni var aðallega send konum.

Þegar vel til tekst með auglýsingar þykir KRFÍ mikilvægt að hvetja fyrirtæki og stofnanir áfram á þeirri braut sem tekur tilliti til jafnar stöðu kynjanna og einnig þeim auglýsendum sem brjóta upp staðalmyndir kynjanna.

 

Aðrar fréttir