Miðvikudaginn 7. nóvember mun minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur verða afhjúpaður á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs. Athöfnin hefst kl. 16:00 og munu eftirfarandi aðilar flytja ávarp:
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ Ólöf Nordal, höfundur minnisvarðar um Bríeti Kristín Þóra Harðardóttir, formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna, sat í undirbúningsnefnd Fulltrúar frá Bríetum – félagi ungra femínista flytja minningarorð
Kynnir er Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands
Að athöfninni lokinni býður KRFÍ til dagskrár í samkomusal Hallveigarstaða, Túngötu kl. 16:45
Dagskrá:
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ, ávarpar gesti Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, flytur erindi: Ævi og starf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur Silja Bára Ómarsdóttir, fulltrúi VG í aðalstrjórn KRFÍ, flytur erindi: Hvaða erindi á Bríet Bjarnhéðinsdóttir í dag?
Tónlistaratriði: Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, flytja þrjú lög
Veitingar
Allir velkomnir