Stjórn KRFÍ  hefur í tilefni aldarafmælis félagsins ákveðið að minnast Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, eins stofnanda og fyrsta formanns KRFÍ með þeim hætti að merkja fæðingarstað hennar. Að mati stjórnarinnar er þetta löngu tímbært framtak og ekki síður fyrir þær sakir að minnisvarðar um konur eru mjög fáir hér á landi.

Bríet var fædd að Haukagili í Vatnsdal í Austur Húnavatnssýslu 27. september 1856 og mun minnisvarði um hana verða afhjúpaður þar fimmtudaginn 28. júní nk. kl. 16:00. Að skipulagningu minnisvarðarins stóðu einnig hreppsnefnd Húnavatnshrepps og eigandi Haukagils. Margrét Sverrisdóttir, varaformaður KRFÍ setur athöfnina og síðan mun Kristín Ástgeirsdóttir flytja stutt erindi um ævi og störf Bríetar. Að afhjúpun lokinni eru veitingar í boði KRFÍ.