Á lýðveldisárinu 2004 ákvað ríkisstjórn Íslands að minnast Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu og fyrsta formanns Kvenréttindafélags Íslands, í kjölfar málþings sem haldið var um kvenréttindi á fyrsta tug 20. aldarinnar. Ólöf Nordahl, myndlistarkona var fengin til að hanna minnisvarðann. Það eygir því loksins í að afhjúpun minnisvarðans verði að veruleika en stefnt er að afhjúpun hans þann 27. september nk. en það var fæðingardagur Bríetar.

Skemmst er því að minnast að Kvenréttindaféalg Íslands afhjúpaði einmitt minnisvarða um Bríeti 28. júní s.l. á fæðingarstað hennar að Haukagili í Vatnsdal í Austur Húnavatnssýslu. Það er ánægjulegt fyrir allar kvenréttindafkonur að jafn merkri og mikilvægri konu skuli minnst á þennan hátt. Það er nauðsynlegt að gera söguna lifandi fyrir núverandi og komandi kynslóðir og eru minnisvarðar sem þessir mikilvægur liður í því.