Félag háskólakvenna og kvenstúdenta auglýsir styrk til háskólanáms fyrir erlendar konur búsettar á Íslandi. Auglýst er eftir umsækjendum sem hafa fengið inngöngu í grunnnám í háskóla á Íslandi þ.m.t. íslensku fyrir útlendinga. Umsækjendur þurfa að hafa búsetuleyfi á Íslandi og mega ekki eiga kost á námsláni frá LÍN. Um tilraunaverkefni er að ræða og mun styrkþegi/styrkþegar fá stuðning íslensks mentors sem valinn verður sérstaklega fyrir þá konu sem hlýtur styrkinn.

Skila skal umsóknum (sjá hér fyrir neðan) á netfangið felaghaskolakvenna@felaghaskolakvenna.is FYRIR 12. september 2009.

Fleiri upplýsingar sjá http://www.felaghaskolakvenna.is/?id=42

Aðrar fréttir