Stofnfundur nýrrar stjórnmálahreyfingar kvenna verður haldinn fimmtudaginn 29. janúar nk. kl. 20.00  að Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík.

Neyðarstjórnin kvenna stefnir að markvissri uppbyggingu þar sem borin er virðing fyrir mannréttindum, lífinu, náttúrunni, umhverfinu og jafnrétti. Neyðarstjórnin mun vinna að þessum markmiðum með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal með kvennaframboði í komandi Alþingiskosningum.

Á fundinum verður Neyðarstjórn kvenna formlega stofnuð og kosið verður í stjórn hennar, lagður verður fram nýr samfélagssáttmáli ásamt kröfugerð.

Sérstakir gestir fundarinns verða;

  • Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands, mun flytja erindi en Hólmfríður hefur m.a. kynnt sér efnahagskreppuna í Argentínu og aðgerðir argentínskra kvenna.
  • Ellen Kristjánsdóttir söngkona mun syngja nokkur lög.
  • Kristín Ómarsdóttir skáldkona mun flytja ljóð fyrir stofnfundargesti.

Allar áhugasamar konur eru hvattar til að mæta.