Fulltrúar femínísku hreyfingarinnar í Danmörku, Finnlandi og Íslandi ræða saman um helstu áskoranir og árangur í baráttunni fyrir kjarajafnrétti, á rafrænum fundi 17. mars kl. 10:00.
Erindi halda Astrid Elkjær Sørensen, sagnfræðingur í kynja- og kjaramálasögu, Fatim Diarra, formaður NYTKIS í Finnlandi og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Lise Johansen, framkvæmdastýra Kvinderådet í Danmörku, taka þátt í umræðum. Johanna Kantola, prófessor í kynjafræði við Tampere háskólann í Finnlandi stýrir umræðum.
Fundurinn er skipulagður af Kvinderådet í Danmörku, NYTKIS í Finnlandi og Kvenréttindafélagi Íslands, og er haldinn í tilefni af alþjóðlegu ráðstefnu femínísku hreyfingarinnar NGO-CSW66.
Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn hér: https://www.eventbrite.com/e/nordicfeminisms-pay-equity-in-denmark-finland-and-iceland-tickets-256785972757