Í nýútkomna raftímaritinu Norðurlönd í vikunni, sem Norræna ráðherranefndin gefur út, er að finna frétt sem vísar í ræðu norska jafnréttismálaráðherrans á nýafstaðinni Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York.

„Á meðan konur eru fórnarlömb ofbeldis, verður jafnrétti kynjanna ekki náð, hvorki í norðri né suðri“, sagði Audun Bjørlo Lysbakken jafnréttisráðherra Noregs, í ræðu sem hann hélt fyrir þátttakendur alls staðar að úr heiminum, á þriðja degi ráðstefnunnar. Samkvæmt upplýsingum frá WHO verður þriðja hver kona í heiminum fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. „Ofbeldi gegn konum á aldrei rétt á sér og það á ekki að líða. Við verðum að berjast gegn ofbeldi á konum“, sagði Lysbakken, og stóðu ráðstefnugestir upp og klöppuðu fyrir honum á ráðstefnunni. Norski jafnréttisráðherrann lagði einnig á það áherslu að mikilvægt væri að styrkja stöðu kvenna til að efla efnahagsvöxt og þróun.

Fréttina má í heild sinni lesa á slóðinni:
http://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/vidurkennum-og-stydjum-thatttoeku-kvenna

Aðrar fréttir