NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni.

Samtökin sem standa að verkefninu hittust fyrst í september 2019 í öðrum heimi, áður en COVID-19 skall á. Hugmyndin var að skapa tengslanet sem væri hannað til að auka kraft og vægi radda kvenna af erlendum uppruna í Evrópu. Við höfðum að sjálfsögðu enga hugmynd að við myndum ekki hittast aftur í verkefninu, að farsótt myndi einangra okkur hvert í sínu landi. En við létum ekki deiginn síga, heldur færðum verkefnið allt yfir á veraldarvefinn, og hönnuðum í sameiningu námskeið til að styðja konur af erlendum uppruna, námskeið til að efla leiðtogahæfileika í lífi og starfi. Þetta er saga okkar…

Samstarfsaðilar NOW – New Opportunities for Women hafa unnið að ýmsum verkefnið til að efla raddir kvenna af erlendum uppruna. Vissuð þið að 52% af innflytjendum í Evrópu eru konur? Þessar konur eru oft jaðarsettar og glíma við ýmsar hindranir, en þær búa yfir gífurlegri þekkingu og reynslu sem auðgar nýja heimalandið.

NOW vinnur að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna:

  • NOW tengir konur af erlendum uppruna við mentora, leiðtoga á vinnumarkaði og stofnar varanleg tengslanet
  • NOW einbeitir sér á að styðja við á framgang kvenna af erlendum uppruna í leiðtogastöður í krafti valdeflingar

Saman hafa samstarfsaðilarnir átta gífurlega reynslu í kvenréttindum og fræðslu, og við höfum þróað rafrænt kennsluefni sem opið er öllum á veraldarvefnum. Þetta kennsluefni hefur verið prufukeyrt af rúmlega hundrað konum sem eru innflytjendur í Evrópu. Einnig höfum við haldið námskeið í löndum okkar þar sem rúmlega 50 konur voru þjálfaðar að vera mentorar fyrir aðrar konur. Þar að auki höfum við búið til varanlegan samstarfsvettvang fyrir konur af erlendum uppruna á LinkedIn þar sem konur af erlendum uppruna, hvort sem þær eru leiðtogar, nemendur, mentorar, eða áhugasamar, geta talað saman og stutt hver við aðra.

„Saga okkar er ekki lokið, ég held að þetta sé upphaf hennar. Námskeiðið sem við héldum hefur sýnt okkur að fólk telur mikilvægt að þetta verkefni haldi áfram, það er brýn þörf til að valdefla konur af erlendum uppruna til að styðja hvor við aðra. Þetta verkefni hefði ekki verið mögulegt ef ekki hefði verið fyrir starf allra samstarfsaðila mína í löndunum sjö, og fyrir þær konur hér á Íslandi sem tóku þátt í að prufukeyra námsefnið og tóku þátt í að vera mentorar,“ says Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, verkefnastýra NOW – New Opportunities for Women á Íslandi.

Aðrar fréttir