NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni.

NOW verkefnið stefnir að því að stuðla að breytingum með fræðslu. Konur af erlendum uppruna glíma við ýmsar áskoranir sem koma í veg fyrir framgang þeirra í samfélaginu. Samstarfsaðilar sem standa að NOW verkefninu, úr átta löndum í Evrópu, hafa unnið sex námskeið til að styrkja konur af erlendum uppruna til forystu.

Viltu taka þátt í NOW samfélaginu?

Komdu og taktu þátt í samræðunum á vefsíðu verkefnisins. Á þessari síðu finnurðu konur frá öllum átta löndum samstarfsins, kennara, þjálfara, mentora og konur sem hafa áhuga á að styrkja leiðtogastöðu sína í samfélaginu. Við hvetjum ykkur til að lesa, setja inn athugasemdir og spyrja spurninga.

Vefsíðuna er að finna hér: https://www.linkedin.com/company/now-eu

Viltu efla þig til forystu?

NOW verkefnið hefur sett á vefinn sex námskeið til að efla konur til forystu: námskeið í sjálfsstyrkingu, tilfinningastjórnun, að hafa áhrif á aðra, að tala fyrir kynjajafnrétti, að vera fyrirmynd og að ná markmiðum sínum.

Þessi námskeið eru hönnuð til að vera unnin án aðstoðar leiðbeinenda og er að finna hér: http://nowmooc.eu/is

Við erum enn að vinna í því að þróa námskeiðin áfram. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir, sendu okkur línu á: postur@kvenrettindafelag.is.