Aðalfundur KRFÍ var haldinn á Hallveigarstöðum, 18. mars sl. Einn liður á dagskrá fundarins var kosning stjórnar og er stjórn félagsins nú skipuð eftirtöldum konum:
- Formaður: Margrét K. Sverrisdóttir
- Varaformaður: Helga Guðrún Jónasdóttir
- Ritari: Sólborg A. Pétursdóttir
- Gjaldkeri: Margrét Steinarsdóttir
- Meðstjórnendur: Hildur Helga Gísladóttir, Ragnheiður Bóasdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir sem kom ný inn í framkvæmdastjórnina.
Fulltrúar stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi eiga einnig fulltrúa í aðalstjórn félagsins.