26. febrúar voru samþykkt á Alþingi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem ætlað er að leysa af hólmi eldri lög um sama efni. Í lögunum er að finna ýmis nýmæli auk þess sem einstaka ákvæði eldri laga eru skýrð nánar. Kvenréttindafélag Íslands fagnar nýju lögunum og telur þau skref í átt til aukins jafnréttis kynjanna.