Ný ríkistjórn

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands fagnar því að hlutur kvenna í ríkisstjórn skuli endurspegla hlutfall kvenna á löggjafarþingi. Sérstaklega er ánægjulegt að Samfylkingin skuli gæta jafnréttis kynjanna við skipan í ráðherraembætti. Ljóst er þó að enn hallar nokkuð á konur bæði á þingi og í ríkisstjórn svo að markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé náð. Stjórn KRFÍ hvetur einnig Sjálfstæðisflokkinn til að endurskoða við fyrsta tækifæri skipan í ráðherraembætti á sínum vegum, þannig að hlutur kvenna í þeim hópi sé a.m.k. jafn hluti kvenna í þingflokknum. Stjórn KRFÍ óskar nýjum konum í ríkisstjórn sérstaklega til hamingju með embættin og hvetur alla ráðherra til að framfylgja jafnréttislögum- og sjónarmiðum í störfum sínum.