Kvenréttindafélag Íslands hélt aðalfund sinn á Hallveigarstöðum, í dag 28. apríl 2015.

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Frá vinstri: Dagný Ósk Aradóttir Pind, Eygló Árnadóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Á myndina vantar Tatjönu Latinovic og Snæfríði Ólafsdóttur.

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Frá vinstri: Dagný Ósk Aradóttir Pind, Eygló Árnadóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir. Á myndina vantar Tatjönu Latinovic og Snæfríði Ólafsdóttur.

Á fundinum var kosin ný stjórn Kvenréttindafélagsins: Dagný Ósk Aradóttir Pind, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Tatjana Latinovic. Fríða Rós Valdimarsdóttir var kosin formaður. Í varastjórn voru kosnar Eygló Árnadóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Snæfríður Ólafsdóttir.


Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Fóstureyðingar á Íslandi eru ekki frjálsar, heldur er ákvörðunarréttur um þær settur í hendur heilbrigðisstarfsfólks.

Konum sem leita eftir fóstureyðingum hér á landi er samkvæmt lögum frá 1975 skylt að hljóta ráðgjöf og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks. Frásagnir kvenna sem hafa þurft að sitja undir þessari fræðslu benda til að hún sé auðmýkjandi og ekki hlutlaus.

Kynfrelsi er eitt af grundvallarskilyrðum að réttlátu samfélagi. Fóstureyðingar eru frjálsar í stærstum hluta Vestur-Evrópu, þar á meðal í Svíþjóð, Danmörku og Noregi, og þær eiga að vera það líka á Íslandi.

Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld endurskoði löggjöf um fóstureyðingar, og viðurkenni kynfrelsi kvenna og yfirráð kvenna yfir eigin líkama.

28. apríl 2015
Hallveigarstaðir Reykjavík

Comments are closed.

Aðrar fréttir