Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram á Hallveigarstöðum í Reykjavík að 11. júní 2013. Steinunn Stefánsdóttir var kosin formaður Kvenréttindafélagsins og Fríða Rós Valdimarsdóttir tók sæti varaformanns.

Í stjórn voru einnig kosnar Eygló Árnadóttir, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Auk framkvæmdastjórnar sitja í aðalstjórn Bjarni Þóroddsson frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, Guðrún Erla Geirsdóttir frá Samfylkingunni, Hildigunnur Lóa Högnadóttir frá Sjálfstæðisflokki og Ólöf Pálína Úlfarsdóttir frá Framsóknarflokknum.

Á fundinum voru rædd helstu verkefni kvennahreyfingarinnar næstu ára, hátíðarhöldin 2015 þegar við fögnum því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og samnorræna kvennaráðstefnan Nordisk Forum sem haldin verður í Malmö 12.-15. júní 2014.

Þetta er í þriðja skipti sem boðað er til Nordisk Forum, en hún var haldin í Osló, Noregi 1988 og Turku, Finnlandi 1994. Búist er við 15.000 þátttakendum á ráðstefnunni í Malmö. Þegar ráðstefnan var síðast haldin 1994 voru íslenskir þátttakendur rúmlega 1.400 og íslenskar konur því hlutfallslega stærsti hópur ráðstefnugesta. Nordisk Forum mun fjalla um allt milli himins og jarðar tengt jafnréttisbaráttunni og kvenréttindum, bæði á Norðurlöndum sem og annars staðar í heiminum.

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir skipaður stjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins, Guðrún Erla Geirsdóttir skipaður stjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra KRFÍ, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir formaður, Hugrún R. Hjaltadóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir varaformaður, Hildur Helga Gísladóttir, Hildigunnur Lóa Högnadóttir skipaður stjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir skipaður stjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins, Guðrún Erla Geirsdóttir skipaður stjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra KRFÍ, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir formaður, Hugrún R. Hjaltadóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir varaformaður, Hildur Helga Gísladóttir, Hildigunnur Lóa Högnadóttir skipaður stjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.