Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að koma á fót nýrri stofnun um málefni kvenna, kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna: UN Women. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað þetta einróma á fundi í byrjun júlí sl. en með þessari ákvörðun verður til ein öflug stofnun innan SÞ sem fjallar um málefni kvenna. Núna er málaflokknum dreift á fjórar stofnanir, þ.e. UNIFEM, DAW (Division for the Advancement of Women), INSTRAW (International Research and Taining Institute for the Advancement of Women) og OSAGI (Office of the Special Adviser on Gender Issues and Advancement of Women).

Hin nýja sofnun mun taka til starfa 1. janúar 2011.

Aðrar fréttir