Formaður Jafnréttisráðs er Hildur Jónsdóttir og varaformaður Mörður Árnason, en bæði eru þau skipuð, án tilnefningar, af félags- og tryggingamálaráðherra. Aðrir fulltrúar í Jafnréttisráði eru: Maríanna Traustadóttir og Halldóra Friðjónsdóttir, tilnefndar af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja; Hörður Vilberg og Björn Rögnvaldsson, tilnefndir af Fjármálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins; Una María Óskarsdóttir og Þorbjörg Inga Jónsdóttir, tilnefndar af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands; Guðrún Jónsdóttir, tilnefnd af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum; Arnar Gíslason, tilnefndur af Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum; Lúðvík Börkur Jónsson, tilnefndur af Félagi um foreldrajafnrétti og Svandís Svavarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Tilnefndir fulltrúar hafa einnig varamenn.
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nýtt Jafnréttisráð í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem tóku gildi 6. mars síðastliðinn.