Rut Einarsdóttir kjörin varaformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands

Rut Einarsdóttir

Rut Einarsdóttir er nýr varaformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands.
 
Rut er fædd og uppalin á Patreksfirði og lauk grunnnámi í nýsköpun og hagfræði við Ritsumeikan Asia Pacific háskóla í Japan. Síðan þá hefur hún starfað í þágu mannréttinda við ýmis félagasamtök og í sjálfboðavinnu um heim allan. Þá hefur hún m.a. setið í ráðgjafaráði Evrópuráðs um ungt fólk, haldið vinnustofur um borgaraleg réttindi víða í Evrópu og tekið þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun. Rut situr í stjórn Kvenréttindafélags Íslands og er fulltrúi félagsins í Mannréttindaskrifstofunni.
 
Rut er núna búsett í Reykjavík vinnur við að ljúka mastersnámi í ofbeldis-, átaka- og þróunarfræðum við SOAS háskólann í London ásamt því að kenna innflytjendum íslensku.
 
Kvenréttindafélag Íslands er aðildarfélag Mannréttindaskrifstofu Íslands og tók þátt í stofnun skrifstofunnar 1994.