Í alþjóðlegri fjölmiðlarannsókn sem birt var í lok september sl. kom í ljós að hlutur kvenna er rýr í fjölmiðlum bæði sem viðmælenda og þeirra sem skrifa fréttirnar. Á Íslandi er staða kvenna svipuð og erlendis en þó eru fréttakonur áberandi fámennar hér á landi miðað við önnur lönd: 33% hér á landi miðað við rúmlega 50% í Svíþjóð og 40% í Finnlandi.

Í nóvember á síðasta ári gerði framkvæmdastjóri KRFÍ könnun á hlutfalli kynjanna í tveimur viðtalsþáttum á RÚV á haustmánuðum. Þetta var þátturinn Vikulokin á Rás 1 annars vegar og Silfur Egils í Sjónvarpinu hinsvegar. Viðmælendur í þáttunum voru að meðaltali í 22-25% tilfella konur.

Einn stjórnarliða KRFÍ hefur gert álíka könnun á hlutfalli kynjanna í áðurnefndum viðtalsþáttum í nýliðnum septembermánuði. Í fyrstu þremur þáttum hvors þáttar fyrir sig voru hlutföllin nú 28-33% kvenviðmælenda.

 


KRFÍ hefur sent yfirmönnum RÚV bréf þar sem brýnt er fyrir æðstu stjórnendum að árétta við dagskrárgerðamenn sína að gæta jafnréttissjónarmiða og fara eftir Jafnréttislögum. Það er líka í hæsta máta ólýðræðislegt að raddir kvenna heyrist ekki til jafns við karla í samfélagsumræðunni sem fer að miklu leyti fram á vettvangi fjölmiðla.

 

Aðrar fréttir