Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirrituðu samstarfssamning í dag um ráðgjöf, fræðslu, námskeiðahald og upplýsingagjöf um jafnrétti kynja á innlendum og erlendum vettvangi.

Meginmarkmið samningsins er að Kvenréttindafélagið sinni ýmiss konar fræðslu, m.a. gerð upplýsingaefnis á íslensku og ensku, opnum fundum, útgáfu námsefnis um jafnréttismál á rafrænu formi eða prenti. Samningurinn er til þriggja ára og greiðir forsætisráðuneytið Kvenréttindafélaginu 10 milljónir króna á ári í þessi þrjú ár til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til.

Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, 8. febrúar 2021

Aðrar fréttir