Samstöðufundur með mótmælendum í Egyptalandi

Lækjartorg kl.14.00 laugardaginn 12.febrúar 2011 

KRFÍ styður samstöðufund sem Íslandsdeild Amnesty International efnir til á Lækjartorgi á laugardag. Fundurinn er haldinn til þess að sýna íbúm Egyptalands samstöðu, en þeir berjast nú fyrir auknum mannréttindum og umbótum í samfélagi sínu.

Samstöðufundurinn hefst kl. 14.00 og hvetur KRFÍ félaga sína til þess að mæta. Auk KRFÍ styðja eftirfarandi aðilar fundinn: Blaðamannafélag Íslands, Félag múslima á Íslandi, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, PEN á Íslandi, Rauður vettvangur, Rithöfundasamband Íslands, ReykjavíkurAkademían, Samband ungra framsóknarmanna, Samband ungra sjálfstæðismanna og Ung vinstri græn.

Fólk er beðið um að sýna samstöðu sína með því að klæðast svörtu, hvítu eða rauðu (litum egypska fánans).

Aðrar fréttir